Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þurfti hjálp í fyrra

Ég og mín fjölskylda þurftum hjálp við að halda jól í fyrra. Það kom svolítið upp á sem olli miklum aukakostaði og þar sem við vorum bara með námslán þá nægði það ekki fyrir lækniskostnaði og mat.

Við komumst af í ár án þess að þurfa hjálp, erum samt ekki komin á ofurlaun eða neitt slíkt, nemi og kennari á heimilinu. Við vorum bara fólkið sem "panicaði"og fór strax út og keypti restina ad jólagjöfunum (byrja oftast í  ágúst) og nokkurn vegin allt í jólamatinn áður en allt fór almennilega til andskotans.

Ég man hvað mér fannst vont að bíða í þessari röð í fyrra og hef fulla samúð með þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda. Það verður þó að gera greinarmun á þeim sem þurfa á hjálp að halda og jaah flottræflum.

Í fyrra stóð fyrir aftan mig í röðinni kona sem var að tala við vinkonu sína sem var með henni um nýja flatskjáinn sinn, nýju fartölvuna,  utanlandsferðirnar tvær sem hún hafði farið í á árinu og ferðina sem hún var að fara í eftir jól . "Já maður verður nú að upplifa eitthvað"...... Önnur kona var á fullu að tala um nýja parketið sem hún væri að fara að kaupa " það kostar extra en...."

Það bættist alltaf við fólk í röðinni og það kom mér á óvart hversu vel klætt fólkið var... þá meina ég að ég hef aldrei á ævi minni séð jafn mikið af leðurjökkum, pelsum og leðurstígvélum.... sjálf  er ég oftast gangandi útsölu auglýsing fyrir Hagkaup .... mér finnst eðlilegt að fólk lifi ekki um efni fram og ætlist svo til að aðrir kosti mismuninn..... jájá ég veit að eitthvað hefur getað komið upp á hjá þessu fólki en miðað við klæðnaðinn og bílana sem fólkið mætti á þá dreg ég þá ályktun að þetta hafi verið flottræflar......

Munurinn á flottræflunum sem ég vil kalla pelsa og leður fólkið er sá að það var í glænýjum merkja fatnaði blaðrandi út í eitt, hlæjandi og í raun glatt. Á meðan hitt fólkið horfði mest megnis niður kinnkaði kolli til mans ef augu mættust og hálf brosti. Það varð síðan alveg afskaplega þakklátt þegar það fékk afhennt vörur og kort sem hægt var að nota í bónus, heyrði líka nokkra segja " en þetta er svo mikið" meðan pelsa og leður fólkið kvartaði .." fæ ég ekki meira en þetta" " þetta er svo lítill hryggur við erum svo og svo mörg hvernig er hægt að ætlast til að þetta nægi".....

Þeir sem sjá um þessa aðstoð eiga hrós skilið, maður sér á starfsfólkinu að það var þreytt en það brosti áfram og sýndi jafnvel pelsa og leður fólkinu þolinmæði og skilning.

Ég vona að þeir sem virkilega þurfa á hjálp að halda fái hana og græðgi annarra hafa ekki þau áhrif að hún skerðist.

 


mbl.is Æ fleiri óska eftir aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Humming

Höfundur

Hum
Hum

Suðandi námsmaður

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband