Svolítið skrítið hvað sumir vilja kalla réttlæti

Í fyrra blogg hjá mér "Súkkulaði bollur" seti ég fram hugleiðingu eða hvað það má nú kalla um baráttuhóp með heimasíðuna rettlaeti.is. Þar er hópur fólks að setja fram kröfur um að fá bætt tap vegna peningasjóða sem það lagði fé í. Það yrði almenningur sem myndi greiða þá kröfu ef til þess kæmi sem er ég þú og þetta fólk sem á ekki fyrir mat.

Ég las reynslu sögu Sigrúnar Steingrímsdóttur inn á rettlaeti.is. Hún er mjög áhugaverð í ljósi þess hvað fólk vill kalla réttlátt óréttlátt, eða rétt og rangt.... Ég hef því miður enga samúð með Sigrúnu.. hún vann ekki fyrir þeim arfi sem hún talar um að hafa fengið hún vann í raun ekki fyrri þeim vöxtunum sem hún hefur fengið af þeim pening sem hún eða aðrir lögðu inn...

Mér sem einstaklingi ber aðeins skilda til þess að sjá til þess að allir hafa í sig og á, þak yfir höfuðið og tækifæri til þess að geta lifað mannsæmandi lífi. Við verðum því að horfa til þess að bætur fyrir tjón verða að vera í samræmi við skaðann og hvort einstaklingurinn tók áhættu. Þetta fólk er að gera kröfu til þeirra einstaklinga sem er vísað til í þessari grein um að bæta sér þann skaða sem það varð fyrir þegar það ákvað að taka hættu til þess að fá hærri vexti. Þessvegna er fólk voða lítið að spá í þetta tap þeirra eða finnst það réttlætis mál að þau fái þetta bætt ...... meðan fólk er að missa vinnuna á ekki fyrir mat og er líka að tapa sínum eignum þá er auka sparifé einstaklinga sem völdu að taka áhættu ekki hátt á listanum yfir þau mál sem okkur finnst koma réttlæti við.. sérstaklega þegar einhver blásaklaus á að borga brúsan...

Ég þekki fullt af fólki sem eru eða hefur verið í þessu "gati" eða "tómarúmi" sem er á félagskerfinu hjá okkur. Ert með of há laun til að fá hjálp en of lág laun til að sjá fyrir þér .... Þetta fólk á sumt frekar erfitt með að þiggja hjálp frá vinum og vandamönnum og segir því engum frá hversu slæmt ástandið er fyrr en það er orðið mjööööög slæmt eða eftir að það hefur liðið hjá.  Fólk sem hefur verið með fiskibúðing og eða pulsur í jólamatinn vegna þess að það gat ekki eða kunni ekki að fá leita sér hjálpar.

Núna er að ganga í garð tímabil þar sem við þurfum öll að taka okkur á og vera alveg ótrúlega frek og afskiptasöm.... núna þurfum við virkilega að fylgjast vel með öllum í kringum okkur til þess að sjá út hverjir þurfa fjárhagslega hjálp eða andlegan stuðning. Sjálf hef ég troðið fiski(tengist sjómanni) upp á fólk sem ég veit að á lítið í matinn með þeim formerkjum að "ég bara sé ekki með pláss fyrir þetta í frystinum". Ekkert stolt sært og manneskjan að gera mér greiða með að taka við þessu. 

Það hefur alltaf verið þannig að partur af samfélaginu hefur liðíð skort, nú er sá skortur einfaldlega að aukast og´sá hópur sem líður hann að stækka.

Ég get kannski ekki beint sagt að það sé gott að efnahagsástandið hérna sé að versna og allt hafi farið til ******** ENskaðinn er skeður svo það er allt eins gott að nýta tækifærið læra auðmýkt og samúð og horfa aðeins í kringum okkur í staðin fyrir að vera alltaf að snúast í kringum eigið rassgat. Ég er ekki að tala um að við eigum að gefa allar okkar eigur og tekjur til góðgerðarmála og lifa á pasta það sem eftir er( ætlaði að segja hrísgrjón en þau eru orðin frekar dýr). Bara það að hugsa sig aðeins um það áður en maður fer að eyða í einhvern óþarfa og "tékka" á fólkinu í kringum sig. Margt smátt gerir eitt stórt og ef við öll hjálpumst að þá fer þetta eflaust ágætlega....

Já og sko hérna sko þnnægi vil ég líka sko heimsfrið (smellur í tyggjói)

 


mbl.is Fólk á ekki fyrir mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Humming

Höfundur

Hum
Hum

Suðandi námsmaður

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband