súkkulaðibollur

ok bara sorrý en það þarf einhver að útskýra það fyrir mér mjööög hægt afhverju ég á að bæta einhverjum það að hann var að reyna að græða pening með fjárfestingum en tapaði  á þeim?

Þetta voru og eru sjóðir, bréf eða hvað það nú kallast sem eru ekki tryggðir af ríkinu. Fólk þarf að taka ábyrgð á því hvað það leggur peninginn sinn í alveg sama þótt einhver hafi sagt hitt eða þetta. Fólki ber auðvitað að kynna sér almennilega hvað það er að fjárfesta í.

Hvaða réttlæti felst í því að ÉG þurfi að kosta það að þú skoðaðir ekki hvað þú varst að fjárfesta í?

Ríkið er ábyrgt fyrir vissum reikningum og sjóðum, þeir færðu þær innistæður greiddu út og komu þannig fyrir að fólk missti ekki þær upphæðir. Þetta fólk gat einsog aðrir sleppt því að setja sinn pening í þess tilteknu sjóði, það hafi val og það valdi vitlaust og verður núna að taka afleiðingunum sem eru jú frekar sorglegar. En svona er bara lífið.

Við erum öll að sjá fram á það að missa eitthvað og hafa minna milli handanna ég get ekki séð að það tengist réttlæti á neinn hátt að einstaklingar sem vildu hærri vexti sem fylgir óhjákvæmilega meiri áhætta eigi að vera einhverjar súkkulaðibollur.

Ég hljóma eflaust mjög hörð og leiðinleg en miðað við hvar verið er að skera niður hjá ríkinu hvaðan haldið þið að peningurinn myndi koma til að greiða þessum súkkulaðibollum?........heilsugæsla, félagsþjónusta og menntamál eru alltaf tekin fyrst fyrir áður en stjórnvöld snúa sér að ofurlaunum, áfengiskaupum, utanlandsferðum, bílastyrkjum, kokteilboðum og öðrum óþarfa sem er kostaður af hinu opinbera..... 

já og eitt enn ég hef unnið hjá ríkinu ég hef séð upphæðirnar sem fara bara í bakkelsi til að hafa á fundum fyrir fólk sem fær laun fyrir að mæta á fundina og sá peningur telur.

Það þyrfti að ráða hagsýna húsmóðir, eldri konu sem var uppi á eða eftir stríðstíma og kann að nýta hlutina  mætti helst hafa átt 5- börn..... slík kona kann og veit hvar á að skera niður.....ég hefði allavega meiri trú á slíkri konu en þessum vitlingum sem stjórna núna

 

 


mbl.is Baráttuhópur opnar heimasíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Skemmtilegur vinkill á þetta mál allt!

Gaman að lesa það sem þú skrifar!

kv. Kristín

Kristín Bjarnadóttir, 10.12.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Humming

Höfundur

Hum
Hum

Suðandi námsmaður

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband