stjórnvöld eiga heldur ekki að vera óheiðaleg...

Þegar einhver ákveður að brjóta reglur hvort sem um er að ræða skráðar-(lög) eða óskráðar-(samfélagsgildi) reglur þá hlýtur sá hinn sami að búast við einhverjum viðbrögðum.

Dýr stjórnast af eðli sínu á meðan maðurinn setur sér lög og reglur til að fara eftir sem eiga að tryggja honum og öðrum ákveðin réttindi og skyldur.

Þegar öll réttindi einstaklings eru tekin af honum og hann er aðeins skilinn eftir með skyldur þá grípur hann eflaust ákveðin gerð örvæntingar sem dregur fram það dýrslega eðli sem við öll höfum. Sum dýr flýja, sum klóra önnur bíta

Ég er auðvitað ekki að réttlæta það að lögreglumenn séu bitnir en þeir eru að standa vörð um þá einstaklinga sem sviptu almenning réttindum á sama tíma og þeir viðhalda og ætla sér að auka við skyldur þeirra.

Ég get ekki betur séð en að stjórnarskrá þessa lands sé mein gölluð ef almenningur getur ekki tekið aftur það vald sem hann afhendir hópi fólk til að stjórna þessu landi.  Við afhentum ykkur valdið við eigum að geta tekið það aftur.

 

Samband þjóðarinnar við ráðamenn er farið að minna á slæmt ofbeldissamband.

Aðili A fer með allt valdið á heimilinu og drottnar yfir B, C og D eins og honum sýnist hverju sinni.

B, C og D hafa einungis skyldur en engin réttindi.

C og D eru börn og hafa því í raun ekkert vald og B sem ætti að geta gengið út, getur það ekki vegna þess að A er búin að heilaþvo og telja B, C og D trú um að það sé ekkert líf fyrir utan veggi heimilisins, það sé alveg jafn slæmt ef ekki verra þarna úti.

A hefur neitað að láta frá sér það vald sem það hefur eignað sér og verður því ekki komið frá völdum með góðu og mun ekki breytast.

Ég sé aðeins fram á tvo raunhæfa möguleika í þessari stöðu þar sem A neitar að fara frá völdum 

1. Lífið heldur áfram án breytinga C og D flytja út ( flýja land) að lokum því þau þola ekki að búa undir hæl A, afdrif B eru óljós

2. B, C eða D ákveður að það sætti sig ekki lengur við A og kemur A frá völdum, B getur gert það með því að henda A út úr lífi sínu, C og D geta aðeins gert það með grófari aðgerðum.

 

 Í 24. gr. Stjórnarskrá Íslands stendur : Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga,.... 

Ég get ekki séð neinar takmarkanir á því hvenær eða hvernig þessu ákvæði skal beitt. Ef Forseti Íslands getur beitt þessu ákvæðu ef hann vill þá get ég ekki betur séð en að hann sé í stöðu B, hann getur komið A frá völdum ef hann velur, það er mjög erfitt en það er hægt. 

Almenningur er í stöðu C og D ef við ætlum að koma A frá völdum þá verður það með grófari aðgerðum og fleiri geta þá eflaust búist við því að verða bitnir ef þeir þvælast fyrir. 

 


mbl.is Mótmælendur eiga ekki að bíta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Humming

Höfundur

Hum
Hum

Suðandi námsmaður

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband