hækka skatta og persónuafslátt?

ok ok ég veit að hátekjuskattur á ekki að gera rass í bala... en af hverju er þá ekki hægt að hækka skatta hressilega en hækka persónuafsláttinn um leið.

Þetta myndi eflaust koma í veg fyrir gjaldþrot hjá þeim einstaklingum sem eru of tekjuháir fyrir aðstoð frá ríkinu en of tekjulágir til að ná endum saman... þetta myndi líka eflaust þýða að færri einstaklingar þyrfti á aðstoð frá ríkinu að halda...  að láta öryrkja og ellilífeyrisþega greiða skatt er í raun bara kjánalegt því það þýðir bara að þeir þurfa að fara til féló og fá aðstoð þaðan, frá fjölskyldu hjálp eða annarstaðar frá... þetta er því í raun bara heimskuleg og kostnaðarsöm tilfærsla á pening sem þjónar engum tilgangi. Ég get ekki gefið nákvæmar tölur en ég er vissum að með hækkun persónuafslátt og hærri sköttum myndi ríkið spara pening.

Fólk sem þarf að hafa miklar fjárhagsáhyggjur verður frekar veikt... þar er komin kostnaður á ríkið.

Fólk sem verður veikt þarf oft lyfi... ríkið niðurgreiðir lyfin.

Fólk getur orðið svo veikt á geði útaf fjárhagáhyggjum að það verður þunglynt og fer á örorkubætur, tímabundið eða til frambúðar ( ef einstaklingur er í áhættuhóp fyrir geðsjúkdóma getur þetta aukið líkur á veikindum) enn og aftur kostnaður fyrir ríkið.

Það er þekkt fyrirbæri að þegar efnahagurinn versnar þá aukast líkur á heimilisofbeldi... einstaklingar sem eru beittir heimilisofbeldi þurfa sálfræði hjálp, oft þarf að fjarlæga börn af heimilum, það getur aukið líkurnar á því að börn leiðist út í áhættuhegðun, eins og afbrot og fíkniefnaneyslu ... sem sé enn og aftur ríkið þarf að borga brúsann.

Afbrot aukast, áfengisneysla og fíkniefnaneysla... fíkniefni og landi gætu einmitt komið sterk inn núna þegar áfengisverð hefur verið hækkað...

 

Ég hef heyrt því haldið fram að hátekjuskattur virki letjandi á fólk, hann fái fólk til að fara síður í nám, flytja úr landi og slappa frekar af frekar en að reyna að skara fram úr.  Sem sé hæfileika fólk nýti síður hæfileika sýna...

Come the f*** on ætlar einhver að reyna að segja mér að kennarar í framhaldsskólum, grunnskólum og háskólum landsins séu ekki hæfileika fólk með menntun... í alvörunni? því þetta fólk er nú ekki með svo há laun....

Af hverju er alltaf gert ráð fyrir því að hæfileikaríka, gáfaða fólkið sé svoleiðis peningasjúkt, sjálfselskt og hálf sálarlaust. Af hverju er gert ráð fyrir því að það hugsi ekki ok ég GET OG VIL taka á mig skattahækkun vegna þess að ég get það.

Ég get ekki betur séð en að það fólk sem var sjálfselskt, peningasjúkt og hálf sálarlaust og var á ofurlaunum hafi einmitt ekki haft neina hæfileika né nokkurt vit i hausnum, við værum nefnilega ekki í þessu aðstæðum ef það hefði unnið fyrir laununum sínum....

Ef menntaða ungafólki ákveður vegna hátekjuskatts að flýja land get ég líka ekki sagt nema farið hefur fé betra... meðan flugfreyja stendur sig best af öllum ráðherrum landsins og lögfræðingur og hagfræðingur, dýralæknir og ég veit ekki hvað klúðra öllu sem þeir snerta þá getur menntun ekki skipt svona miklu máli.

 En jájá, ég get haft rangt fyrir mér og verið að misskilja allt alveg voðalega.... ég myndi nefnilega líka hækka fjármagnstekjuskatt ...... og hætta að lækka skatta slíkt á fyrritæki, einkarekstur á ekki að þurfa aðstoð frá ríkinu, fyrritæki veita þarfa þjónustu fara ekki á hausinn vegna þess að fólk heldur áfram að versla við þau... en til þess að fólk geti gert það þarf fólkið að eiga pening til að eyða ... hærri persónuafsláttur myndi því eflaust styðja við bakið á fyrirtækjum sem ekki þjónusta gervi þarfir.


mbl.is Tillögur um mikinn niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Humming

Höfundur

Hum
Hum

Suðandi námsmaður

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband