Er einhver hissa

Ef fasteingasalar hefðu ekki verið að selja íbúðir á uppsprengdu verði til að hækka sölulaun og eða laða að sér viðskiptavini þá væri ástandið á fasteignamarkaði annað. Þeir geta sjálfum sér um kennt.

Stétt fasteignasala þarf annaðhvort að breyta starfsháttum sínum eða deyja út.

Það var löngu útsjéð að það voru alltof margir appelsínugulir kallar á jeppum í fasteignabraski fyrir þennan markað.  Vegna smægðar markaðarins urðu þeir því auðvitað að hækka fasteignaverðið til að þeir fengju almennileg laun... appelsínugulur litur er líka alveg einstaklega dýr...

Það var viðtal við fasteignasala í sjónvarpinu um daginn, þar sagði hann að fasteignasölum beri að vernda hagsmuni seljanda og kaupanda... Ég get ekki séð að þeir hafi gert það ....

Hann talar líka um að "eignast þak yfir höfuðið" .... allir sem eiga húsin sín eða sjá fram á það að eiga nokkurtíman eftir að EIGA það í raun og veru rétt upp hönd...... ... tssk


mbl.is Um 80% hafa misst vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi færsla þin hér að ofan er skuggalega léleg. Að halda því fram að að fasteignasalar hafi haldið verðinu uppí er hlægilegt í meira lagi. Það hefur verið 100% seljenda markaður í 3-4 ár og hafa seljendur stjórnað verðum en ekki salar, en auðvitað eru undantekningar á því eins og öllu öðru. Seljendur vildu alltaf fá meira en sá sem þeir vissu að hafði selt sambærilega íbúð rétt áður. Seljendur vildu alltaf fá eins mikið og hægt var og alltaf meira en sá síðasti sem hafði selt eins íbúð.

Hvað varðar starfshætti fasteignasala þá er það bara þannig að flestir "lögg fasteignasalar" eru mjög öflugir og heiðarlegir. Hitt er annað mál að ríkið leyfir fasteignasölum að ráða eins mikið af sölumönnum til sín og hægt er. Ákveðnar keðjur á bænum hafa stundað þetta og hver er niðurstaðan???

Magnús G (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Hum

Ég veit ekki hvort þú ert svona bláeygður eða hvort þú ert fasteignasali.

Auðvitað fann fólk það ekkert upp með sjálfu sér að það gæti farið fram á hærra og hærra verð fyrir fasteignir sínar. Fasteignasalar töldu fólk inn á það að það gæti fengið hærra verð fyrir íbúðir og keyrðu þannig upp verðið.

Síðan þegar þeir sem keyptu á alltof háu verði vilduað kaupa sér nýtt eða stækka við sig þá leyfðu þeir fólki að halda eða töldu fólk inn á að það ætti ekki að þurfa að borga neitt á milli eða lítið sem ekkert og þeir sem voru nægilega vitlausir til að kaupa alltof alltof dýrt enduðu uppi með eignir sem þeir verða að selja á fáránlegu verði bara til þess að geta greitt upp lánið hjá bankanum og íbúðalánsjóð sem það tók og komið út á núlli sem enginn var og er tilbúinn til að gera... .. þeir ýttu undir hærra verð áður en bankarinr fóru að lána og misstu algjörlega stjórná sér eftir að bankarnir byrjuðu að lána.....

Fasteignasalinn gat alltaf sagt við seljandann ;nei veistu þú ert að fara fram á alltof hátt verð eða við kaupandann; þetta er alltof hátt verð fyrir svona íbúð. Þeir gerðu það ekki og geta því sjálfum sér um kennt.

Ef seljandinn vill ekki lækka óraunhæft verð þá myndi heiðarlegur fasteignasali segja nei takk ég tek ekki að mér sölu á þessari eign.....

100% seljanda markaður er það nú kjaftæði... eins marga og ég hef heyrt segja "fasteignasalinn sagði að ég ætti að geta fengið...."

Alveg frábært að þú skulir reyna að kenna ríkinu um þetta vegna þess að þeir gáfu fasteignasölum frjálsar hendur..... geturu bent mér á þessa heiðalegu löggiltu fasteignasala sem seldu og þá væntanlega selja fasteignir á "sanngjörnu" verði fyrir seljendur og kaupendur?

Já og það að vera löggiltur fasteignasali gerir mann jafn öflugan og heiðalegan og það að vera með gleraugu gerir mann gáfaðan...

Hum, 3.12.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Humming

Höfundur

Hum
Hum

Suðandi námsmaður

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband